Friday, September 16, 2011
Wednesday, September 14, 2011
Lana Del Rey - GIF
make animated gifs like this at MakeAGif
Uppáhalds söngkonan mín! ... í augnablikinu ...
Video Games
Blue Jeans
Ný list verður til.
Í dag fórum við á sýningu á Kjarvalsstöðum. Sem heitir Ný list verður til. Hún fjallar um íslenska list á sjöunda áratuginum. Sýningastjórinn sjálfur leiddi okkur um sýninginuna, Jón Proppé.
Verkin sýna nýja kynslóð sem var þreytt á stöðnuðum listaheimi á Íslandi og fóru nýjar leiðir í leit að einhverju nýju og fersku. Landslagsmyndirnar þóttu úreltar og vildi unga fólkið eitthvað nýtt. Verkin á sýningunni eru tiltölulega óþekkt og ólík innbyrðis en samt sem áður lýsandi fyrir tímabilið. Listamenn voru að prófa ýmsilegt nýtt og fengu misjöfn viðbrögð frá samfélaginu. En hin rísandi kynslóð stóð saman og allir sem vildu fá að sýna sín verk fengu tækifæri til þess.
Það voru tvö verk sem vöktu sérstakann áhuga hjá mér. Eitt var verk þar sem listamaðurinn notaði nokkar myndir og einskonar skrifstofuprentara og prentaði sömu myndirnar en í mismunandi samsetningum og seldi verkið í metravís. Skemmtileg hugmynd og ögrar og endurskilgreinir hugtakið list.
Annað verk var málverk af konu á nærfötunum. Það sést í bakið á henni og hún var bogin í baki. Verkið togaði í mig. Andlitið hennar var grænt og lak. Hún var eins og skrímsli í framan. Samt var hún svo sorgmætt og þreytt.
Tuesday, September 13, 2011
Monday, September 12, 2011
Subscribe to:
Posts (Atom)